Beautiful Landscape

Batamódelið (PACE)

PACE batalíkanið (People Advocating for change through Empowerment) var sett fram af Dr. Daniel B. Fisher og Laurie Ahern ásamt leiðarvísi að bata (Personal assistance in community existence) sem vísað er í hér fyrir neðan. Batalíkanið hefur síðar verið uppfært í recovery paradigm sem stendur fyrir batahugmyndafræði en um hana fjallar Fisher í bók sinni, Heartbeats of hope; The empowerment Way to Recover. 

Samkvæmt batahugmyndafræðinni er lögð rík áhersla á að einstaklingar geta náð bata af tilfinningalegum vanda sem alla jafna er vísað til sem vanda af geðrænum toga innan heilbrigðiskerfisins. Slíkur vandi er oft á tíðum rakinn til erfiðrar lífsreynslu á einn eða annan hátt. Bati er því ekki endilega skilgreindur á þann hátt að vera laus við öll einkenni heldur að geta átt innihaldsríkt líf og tekið þátt í samfélaginu. Mikilvægt er að hver og einn þurfi að geta unnið í sínum bata á sínum forsendum og geti nýtt til þess samfélagsþjónustu þar sem fólk með svipaða reynslu styður við hvort annað í stofnanalausu umhverfi. Slík þjónusta byggir því á fólki með lifaða reynslu af tilfinningalegum vanda, fólki sem komið er mislangt í sínu bataferli. Í PACE módelinu eru skilgreindir 5 lykilþættir sem hver og einn skoðar í sínu bataferli. Einstaklingar nýta síðan mismunandi leiðir til að ná sínum bata og viðhalda honum. Í batavinnunni er er lögð áhersla á að fólk öðlist trú á því að það geti náð bata, að það efli traust sambönd við aðra sem hafa einnig trú á bata viðkomandi og að öðlast ákveða færni til að geta tekist á við lífsverkefni og krísur. Hluti ferlisins er svo að endurheimta sjálfan sig og sína drauma og vera þátttakandi í batasamfélagi.

  • Heimildir

    • Personal assistance in community existence (Sótt 22.02.2021) - 00.cover.jpg (d20wqiibvy9b23.cloudfront.net).​​​ Gefið út af National Empowerment Center, Inc.

    • Phd. Fisher, Daniel (2017). Heartbeats of hope; The Empowerment Way to Recover

 

Í Grófinni er unnið út frá batahugmyndafræðinni í starfinu almennt en einnig er sérstök áhersla á þetta efni í hópavinnu í Geðrækt - batahópi. 

 
 
 
Batamódelið.png