top of page
Beautiful Landscape

Batamódelið (PACE)

Hvað þýðir það að vera í bata?
  • Ekki endilega vera laus við einkenni

  • Að taka eigin ákvarðanir

  • Virk þátttaka í samfélaginu

  • Önnur hlutverk en sjúklingshlutverk

  • Virkt tengslanet og félagslegt net

  • Að geta gengið í gegnum tilfinningalegt rót án þess að veikjast

Batamódelið.png

Hvað er bati?

Bati er ferð, en ekki atburður. Hann er marghliða og fer fram á forsendum einstaklingsins. Ferlið snýst um að öðlast eða endurheimta viðurkennd samfélagshlutverk sem einstaklingurinn velur sjálfur. Margir valkostir í þjónustu og stuðningi, sem valinn er af einstaklingnum, stuðla að bata, bæði hvað varðar geðheilbrigðisþjónustu sem og aðra þjónustu. Val er nefninlega fyrir alla, ekki bara þá sem aðrir ákveða að séu „hæfir.“ Val og ákvörðunarvald er einkar mikilvægt í batanum, því það verður að líta á fólk sem sérfræðinga í eigin bata og eigin þörfum. Valið verður að standa um alvöru hluti sem eru einstaklingnum mikilvægir.

 

Í bata er aðaláherslan ekki lögð á að vera laus við einkenni, heldur að vera í jafnvægi og öðlast betri geðheilsu á heildrænan hátt. Hefðbundin meðferðarúrræði einblína oft á að minnka og útiloka einkenni og missa sjónar á heildarmyndinni. Bati snýst um að öðlast færni til að taka eigin ákvarðanir, að taka virkan þátt í samfélaginu og gegna öðrum hlutverkum en sjúklingshlutverkinu. Einstaklingar í bata hafa virk tengsla- og félagsnet og geta gengið í gegnum tilfinningalegt rót án þess að veikjast.

PACE batalíkanið (People Advocating for change through Empowerment) var sett fram af Dr. Daniel B. Fisher og Laurie Ahern ásamt leiðarvísi að bata (Personal assistance in community existence) sem vísað er í hér fyrir neðan. Batalíkanið hefur síðar verið uppfært í recovery paradigm sem stendur fyrir batahugmyndafræði en um hana fjallar Fisher í bók sinni, Heartbeats of hope; The empowerment Way to Recovery. 

Samkvæmt batahugmyndafræðinni er lögð rík áhersla á að einstaklingar geta náð bata af tilfinningalegum vanda sem alla jafna er vísað til sem vanda af geðrænum toga innan heilbrigðiskerfisins. Slíkur vandi er oft á tíðum rakinn til erfiðrar lífsreynslu á einn eða annan hátt. Þess vegna er bati ekki endilega skilgreindur á þann hátt að vera laus við öll einkenni heldur að geta átt innihaldsríkt líf og tekið þátt í samfélaginu. Mikilvægt er að hver og einn þurfi að geta unnið í sínum bata á sínum forsendum og geti nýtt til þess samfélagsþjónustu þar sem fólk með svipaða reynslu styður við hvort annað í stofnanalausu umhverfi. Slík þjónusta byggir því á fólki með lifaða reynslu af tilfinningalegum vanda, fólki sem komið er mislangt í sínu bataferli. Í PACE módelinu eru skilgreindir 5 lykilþættir sem hver og einn skoðar í sínu bataferli. Einstaklingar nýta síðan mismunandi leiðir til að ná sínum bata og viðhalda honum. Í batavinnunni er lögð áhersla á að fólk öðlist trú á því að það geti náð bata, að það efli traust sambönd við aðra sem hafa einnig trú á bata viðkomandi og að öðlist ákveða færni til að geta tekist á við lífsverkefni og krísur. Hluti ferlisins er svo að endurheimta sjálfan sig og sína drauma og vera þátttakandi í batasamfélagi.

Í Grófinni er unnið út frá batahugmyndafræðinni í starfinu almennt en einnig er sérstök áhersla á þetta efni í hópavinnu í Geðrækt. 

laga myndir (5).png
laga myndir (5).png
Þættir sem standa í vegi fyrir bata
Þættir sem stuðla að bata
  • Von - Trúin á að morgundagurinn geti verið öðruvísi en dagurinn í dag

  • Sambandið við annað fólk - einhver sem hvefur trú á þér þegar þú gerir það ekki

  • Jákvæðar fyrirmyndir, t.d. aðrir sem eru í bata

  • Vonleysi ("þú ert með stimpilinn til lífstíðar"

  • Skortur á mannlegum samskiptum (félagsleg einangrun, kalt umhverfi)

  • Neikvæðar fyrirmyndir, t.d. fólk sem notar frekar skaðráð en bjargráð, er ekki í bataferli.

 

Heimildir:

  • Personal assistance in community existence (Sótt 22.02.2021) - 00.cover.jpg        (d20wqiibvy9b23.cloudfront.net).​​​ Gefið út af National Empowerment Center, Inc.

  • Phd. Fisher, Daniel (2017). Heartbeats of hope; The Empowerment Way to Recover

  • Judi Chamberlin (2006). National Empowerment center. Nýsköpun og Bati: valdefling og bati. Fyrirlestur í Reykjavík, ágúst 2006.

bottom of page