top of page

Reynslusaga: Grófin

Áður en ég byrjaði að mæta í Grófina var ég með mikla fordóma gangvart þessum stað, fannst ég ekki eiga heima í „svona“ félagsskap og að ég myndi ekki samsvara mér með neinum. Eftir mikið tiltal og þrýsting lét ég til leiðast og mætti ásamt vinkonu. Þegar ég gekk inn var mér heilsað og ég fékk flotta kynningu á starfseminni. Ég settist niður eftir smá tíma og fór að stunda aðal tómstundariðjuna mína, að sitja og hlusta á fólk í kringum mig. Það sem ég met mest við Grófina er að það er ekki gerð krafa um að vera hress og kátur á daginn, maður má vera maður sjálfur og fá að koma inn í hópinn á sínum eigin hraða. Grófin er og verður oft fastur punktur í lífi þeirra sem hafa af einhverjum ástæðum farið af vinnumarkaði, maður finnur tilgang og félagsskap í rútínunni sem skapast á staðnum.


Ég kem þarna inn með flemturröskun sem er dagsdaglega nefnd ofsakvíði og ógreindann ADHD, ég fæ greiningu eftir smá tíma og með aðstoð þeirra sem sækja Grófina og vinnunni sem ég sjálf hef sett í sjálfa mig tókst mér að ljúka stúdentsnámi og hefja mín fyrstu skref í háskólanámi. Núna þegar ég skrifa þetta fer ég að fara af örorku og er að leita mér að vinnu sem ég get unnið til frambúðar.

Þetta og margt annað á ég Grófinni að þakka

Elísabet

38 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page