Starfsfólk
Anna er gjaldkeri/seðlabankastjóri Grófarinnar. Hún útskrifaðist sem Viðurkenndur bókari 2011 en á undan því útskrifaðist hún sem matsveinn/sjókokkur 1983. Hún er fær í flestan sjó, ef svo má að orði komast, en hún hefur unnið alls staðar frá frystihúsi til banka, frá barnapössun í barþjóninn og frá tannlæknastofu í byggingarvinnu. Að eigin sögn hefur hún áhuga á öllu nema fótbolta, en sér í lagi handverki og ræktun krydd- og matjurta. Auk þess hefur hún mikinn áhuga á félags- og uppeldismálum.
Friðrik Einarsson er einn af stofnendum Grófarinnar og var stjórnarformaður fyrstu árin. Friðrik er jafningjaráðgjafi og starfar sem slíkur hjá Grófinni. Hann er einnig varafulltrúi Grófarinnar í Samráðshóp um málefni fatlaðra á Akureyri. Friðrik hefur reynslu af bæði geðrænum- og fíknivanda og hefur verið í góðum bata síðustu ár. Um batann segir hann: ,,Díalektísk atferlismeðferð (DAM) árið 2008 hefur nýst mér vel ásamt rétt notuðum lyfjum og stöðugu sambandi við mína helstu ráðgjafa. DAM verkfærakistan hefur verið að færa mér meiri og betri bata með tímanum“. Friðrik lauk námskeiði í Intentional Peer Support haustið 2023 og tekur jafningjaviðtöl.
Hulda Berglind er listgreinakennari að mennt, og er hún auk þess búin að klára ýmis námskeið úr mörgum áttum, en hún er meðal annars með sportkafararéttindi. Nýlega hefur hún lokið kennaranámskeiði í Roll Model Method og stefnir á að ljúka kennsluréttindum í bandvefsnuddi og rúllun til verkjaminnkunar. Hún hefur gaman af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum og á auðvelt með að hugsa út fyrir kassann. Hún nýtur þess að miðla þekkingu og reynslu sinni til annarra og hjálpa öðrum að öðlast meiri trú á sjálfum sér. Hulda lauk námskeiði í Intentional Peer Support haustið 2023 og tekur jafningjaviðtöl.
Pálína er iðjuþjálfi að mennt, en einnig búfræðingur með tamningapróf frá Hólaskóla. Að lokinni útskrift hóf Pálína störf sem deildarstjóri og iðjuþjálfi hjá Akureyrarbæ í búsetuúrræðum fyrir fólk með geðrænan vanda, m.a. endurhæfingu á áfangaheimili. Í náminu í HA fékk hún áhuga á hugmyndafræði valdeflingar sem leiddi til þess að hún var ein þriggja sem innleiddi þá hugmyndafræði í þjónustu búsetuúrræða hjá Akureyrarbæ. Pálína hefur einnig farið til London og Notthingham til að kynna sér hugmyndafræði bataskólanna, tekið að sér stundakennslu í HA og verið með iðjuþjálfunarnema í vettvangsnámi þaðan í gegnum árin.
Sonja er verkefnastjóri kynningamála og Unghuga Grófarinnar, situr í stjórn og hefur tekið þátt í Geðfræðsluteyminu í gegnum árin. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá HA vorið 2021. Hún á sér langa geðsögu og hefur unnið að eigin bata í nokkur ár. Hún hefur gríðarlegan áhuga á því að vinna með ungu fólki að bættri geðheilsu og stuðla að frekari úrræðum fyrir einstaklinga sem stríða við andlegar áskoranir. Hún er líka sjálfskipaður bókasafnsvörður Grófarinnar. Friðrik lauk námskeiði í Intentional Peer support haustið 2023 og tekur jafningjaviðtöl.
Stjórn
Stjórn Grófarinnar 2024-2025
Frá hægri efri röð: Sonja, Fjörnir, Arnar Már, Kristján.
Neðri röð: Vilborg, Svava (formaður), Þórey.
Á myndina vantar Brynjólf
Fyrri stjórnir
2023-2024
Frá hægri efri röð: Sonja, Sigurjón (formaður), Brynjólfur, Emma.
Neðri röð: Gréta, Lilja, Elín. Á myndina vantar Fjörni og Sólrúnu.
2021-2022
Frá hægri efri röð: Katla, Júlíus Blómkvist, Sonja Rún, Fjörnir.
Neðri röð: Brynjólfur, Friðrik, Sólrún og Inga María (formaður)
2022-2023
Frá hægri efri röð: Sigurjón, Sonja Rún, Inga María, Herdís, Katla.
Neðri röð: Brynjólfur, Sólrún, Gréta, Lilja.
2020-2021
Frá hægri efri röð: Brynjólfur, Fjörnir, Sigurður Gísli, Júlíus
Neðri röð: Friðrik, Eymundur (formaður), María, Sonja Rún.
2019-2020
Frá hægri efri röð: Fjörnir, Friðrik (formaður), Brynjólfur, Júlíus, Elísabet.
Neðri röð: Sandra, María, Svana, Emma