Starfsmenn Grófarinnar

Red Flowers

Starfsmenn

Kynnstu teyminu okkar!
Copy of Copy of Untitled (1).png

Framkvæmdastjóri og iðjuþjálfi

Pálína Sigrún Halldórsdóttir

palina sv2.jpeg

Pálína er iðjuþjálfi að mennt, og er einnig búfræðingur með tamningapróf frá Hólaskóla. Að lokinni útskrift hóf Pálína störf sem deildarstjóri og iðjuþjálfi hjá Akureyrarbæ í búsetuúrræðum fyrir fólk með geðrænan vanda, m.a. endurhæfingu á áfangaheimili, en þar fór fram heildræn endurhæfing með það að markmiði að fólk sem þangað leitaði næði tökum á eigin lífi. Í náminu í HA fékk hún áhuga á hugmyndafræði valdeflingar sem leiddi til þess að hún var ein þriggja sem innleiddi þá hugmyndafræði í þjónustu búsetuúrræða hjá Akureyrarbæ. Pálína hefur einnig farið til London og Notthingham til að kynna sér hugmyndafræði bataskólanna og tekið að sér stundakennslu í HA og verið með iðjuþjálfunarnema í vettvangsnámi þaðan í starfi gengum árin.  

2.png

Meðstofnandi og jafningjaráðgjafi

Eymundur Lúter Eymundsson

DST_9226-2.jpg

Eymundur er einn af stofnendum Grófarinnar. Hann fór í Starfsendurhæfingu Norðurlands og útskrifaðist síðan sem ráðgjafi úr Ráðgjafaskóla Íslands og sem félagsliði úr Símey. Eymundur hefur mikla reynslu af því að lifa með félagsfælni og nú deilir Eymundur sinni reynslu og þeirri von sem hann hefur fundið. Hann hefur m.a verið verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar og hefur auk þess tekið þátt í málþingum. Eymundi er mikið umhugað að ungmenni fái hjálp og stuðning sem fyrst og því hefur hann farið í ófá viðtöl í fjölmiðlum þar sem hann segir frá því hvernig það er að lifa með félagsfælni, bataferlinu og leiðinni til hjálpa öðrum. 

Copy of Copy of Untitled (1).png

Jafningjaráðgjafi

Friðrik Einarsson

DST_9206-2.jpg

Friðrik Einarsson er einn af stofnendum Grófarinnar og var stjórnarformaður fyrstu árin en skipar nú sæti gjaldkera. Friðrik er jafningjaráðgjafi og starfar sem slíkur hjá Grófinni. Friðrik er einnig fulltrúi Grófarinnar í Samráðshóp um málefni fatlaðra á Akureyri. Friðrik hefur reynslu af bæði geðrænum og fíknivanda og hefur verið í góðum bata síðustu ár. Um batann segir hann: ,,Díalektísk atferlismeðferð (DAM) árið 2008 hefur nýst mér vel ásamt rétt notuðum lyfjum og stöðugu sambandi við mína helstu ráðgjafa. DAM verkfærakistan hefur verið að færa mér meiri og betri bata með tímanum“. 

2.png

Verkefnastjóri tæknimála
og jafningjaráðgjafi

Júlíus Blómkvist Friðriksson

DST_9258-2.jpg

Júlíus er verkefnastjóri upplýsinga- og tæknimála hjá Grófinni. Hann er með diplómu í Stafrænni Markaðssetningu frá NTV, hefur sótt Grófina með misjöfnu millibili síðan 2015 og setið í stjórn Grófarinnar frá 2017.

Hann sér um að koma Grófinni markvisst á framfæri á öllum helstu miðlum, umsjón með 'Hughristingi' hlaðvarpi Grófarinnar, umsjón með þeim tækjum og tólum sem Grófin nýtir til miðlunar á efni og ásamt Sonju, umsjón fyrir hönd Grófarinnar með viðburðum á vegum Unghuga.  

 
2.png

Verkefnastjóri Unghuga og kynningamála
og jafningjaráðgjafi

Sonja Rún Magnúsdóttir

DST_9321-2.jpg

Sonja er verkefnastjóri Unghuga Grófarinnar en ásamt því er hún sálfræðinemi við Háskólann á Akureyri. Auk þess er hún varamaður í stjórn Grófarinnar og hefur tekið þátt í Geðfræðsluteymi Grófarinnar í grunn- og framhaldsskólum í gegnum árin. Hún á sér langa geðsögu og hefur unnið að eigin bata í nokkur ár. Hún hefur gríðarlegan áhuga á því að vinna með ungu fólki að bættri geðheilsu og stuðla að frekari úrræðum fyrir einstaklinga sem stríða við andlegar áskoranir. Hún er líka sjálfskipaður bókasafnsvörður Grófarinnar. 

stjórn Grófarinnar 2021-2022

stjórn.jpg

Frá hægri efri röð: Katla, Júlíus, Sonja, Fjörnir

Neðri röð: Brynjólfur, Friðrik, Sólrún, Inga María

Fyrri stjórnir

Stjórn Grófarinnar 2020-2021

DST_9420.jpg

Frá hægri efri röð: Brynjólfur, Fjörnir, Sigurður Gísli, Júlíus Blómkvist

Neðri röð: Friðrik, Eymundur (formaður), María, Sonja Rún.

Stjórn Grófarinnar 2019-2020

55554374_10218422996268919_7393023280728

Frá hægri efri röð: Fjörnir, Friðrik, Brynjólfur, Júlíus, Elísabet. 

Neðri röð: Sandra, María, Svana, Emma