top of page

Hvað er Grófin?

Um Grófina

Grófin geðrækt er gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja auka virkni, komast í góðan félagsskap og stunda sjálfsvinnu á jafningjagrundvelli. Markmið Grófarinnar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir til að vinna í sínum bata á eigin forsendum og á eigin ábyrgð, sem og að skapa vettvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðrækt á jafningjagrunni, hvort sem þeir eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða einfaldlega áhugafólk um framfarir í geðheilbrigðismálum! Auk þess leitumst við eftir því að bæta lífgæði þátttakenda og að standa að samfélagsfræðslu og forvörnum til að auka skilning og draga úr fordómum gagnvart þeim sem glíma við geðraskanir. Einnig viljum við stuðla að bættri nálgun í geðheilbrigðiskerfinu þar sem hugmyndir valdeflingar um notendasýn og bataferli á jafningjagrunni fái aukið jafnvægi. 

Hér er hægt að skoða bækling um Grófina.

118142019_3260144257407062_5989889981701

Upphafið

Segja má að Grófin sé ávöxtur grasrótarhóps notenda og fagfólks, sem hittist á vikulegum fundum um tveggja ára skeið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að byggja á 10 ára farsælu starfi Hugarafls í Reykjavík og tók Geðverndarfélagið af skarið sumarið 2013 um að taka á leigu húsnæðið að Hafnarstræti 95 og hefja starfsemina alfarið með sjálfboðastarfi, í trausti þess að önnur meginstoð Hugaraflsmódelsins, launað starf fagaðila, yrði að veruleika í fyllingu tímans með stuðningi opinberra aðila.

Grófin – geðverndarmiðsöð starfar samkvæmt hugmyndafræði valdeflingar (Empowerment) og bata (recovery), þar sem áherslan er á að einstaklingurinn taki ábyrgð á eigin bata og að öll vinna fari fram á jafningjagrunni.

Markmið Grófarinnar

1

2

Tækifæri

Forvarnir

Við viljum veita fólki tækifæri á hlutverkum til sjálfseflingar, aukinnar virkni og bættra lífsgæða.

Við leggjum upp úr því að draga úr fordómum og vinna að forvörnum.

3

4

Þekking

Við miðlum þekkingu og reynslu af bata og bataferli til geðræktar.

Samvinna

Við viljum efla samvinnu við aðila sem vinna að geðheilbrigðismálum.

VON - BATI - SAMFÉLAG

bottom of page