Lokað Tímabundið vegna COVID-19

Hafnastræti 95, 4. hæð.

Dagskrá Grófar fram að áramótum með fyrirvara um að fjöldatakmarkanir setji ekki skorður við að hafa opið í Grófinni. Opnunartími verður auglýstur á facebooksíðu Grófarinnar.

 

Geðrækt-Bati-Recovery.

Innlegg og umræða tengd bata og lífsgæðum. Innlegg og umræða fundar valin út frá batamódeli Daniel Fisher og L. Ahern (www.power2u.org) og gagnreyndum geðheilsuráðum. Virðing og trúnaður.

English chat circle. Umsjón: Richard

Self-help group where people can talk about their issues in an atmosphere of understanding and confiedentiality.Self-help group where people can talk about their issues in an atmosphere of understanding and confiedentiality.

Sjálfsefling -Valdefling (empowerment). Umsjón: Friðrik og Eymundur

 

Innleg funda er tengt sjálfseflingu. Á fundunum er unnið út frá valdeflingarhugmyndafræðinni og til viðmiðunar höfð 15 atriði valdeflingar (frá Judi Chamberlin). Valdefling er í grunninn sjálfsefling – að ná tökum á eigin lífi með því að taka ábyrgð á eigin bata í samstarfi við aðra notendur og fagaðila. Valdeflandi samskipti stuðla að því að fólk hafi vald yfir aðstæðum sínum og lífi. Sú tilfinning eflir sjálfsvirðingu, sjáflsákvörðunarrétt, sjálfsmat og félagstöðu þeirra sem vinna saman að sjálfseflingu.  Virðing og trúnaður.

Umhyggjuhópur. Umsjón: Sigurður Gísli og Emma og Varamaður: Brynjólfur

Vettvangur þar sem fólk getur tjáð sig um allt sem því liggur á hjarta og deilt reynslu sín á milli. Virðing og trúnaður.

Kjarnafundur Grófarfélaga. Umsjón – allir

Þátttaka í kjarnafundum er ætluð þeim sem eru virkir þátttakendur í Grófarstarfinu og hafa skráð sig á þar til gert þátttökublað Grófarinnar . Fundirnir eru hjartað í okkar starfi. Á fundunum eru teknar ákvaðanir um starfssemina. Þátttakendur geta sett mál á dagskrá sem rædd eru á fundinum. Allir hafa sinn atkvæðarétt til að taka afstöðu til mála.

 • Hópstjóra og hlutverkafundur. Umsjón – Pálína og Friðrik

 • Unghugar: Umsjón Unghugahóps er í höndum Sonju Magnúsdóttur og henni til aðstoðar eru Júlíus Blómkvist og Fjörnir Helgi. Unghugar geta einnig tekið þátt í öðrum dagskrárliðum Grófarinnar að vild.

  • Unghugafundur – Umhyggja og sjálfsefling

  • Umhyggjuhringur - þar sem fólk fær að opna sig svolítið, kynna sig og jafnvel pústa um það sem er að plaga það - stuðningur.

  • Verkfæri til sjálfeflingar -  Við tökum fyrir verkefni sem snýr sérstaklega að sjálfsvinnu, bata og valdeflingu.

 

 • Viðburðarkvöld/fundir

 • Unghugar skipuleggja viðburði í sameiningu en viðburðirnir snúast um að hafa gaman saman og skapa þéttan hóp sem stendur saman.

Annað á dagskrá Grófar fram að ármótum:

 

Yogahofið. Umsjón: Gerður jógakennari ( Óvíst hvenær byrjar)

 • Blandaður tími, sérstaklega fyrir Grófarfólk. Farið í mjúkt jógaflæði, slökun og spil í lokin fyrir þá sem vilja – (frítt fyrir Grófarfólk)

 

Morgunrútínan – Hugur, líkami. Umsjón: Pálína

 • Thai-chi/gong teygjur, hugleiðsla og slökun í 45 mínútur í stóra salnum. Nýtum netið og það sem við þegar kunnum til að gera létta morgunrútínu við tónlist. Öndum okkur inn í daginn, teyjum og gerum sjálfsnudd. Endað á tónhugleiðslu á jóga nidra dýnum eða núvitundaræfingu undir stjörnuhimni.  

 

Hlúðu að sjálfri þér – konuhópur

 • Konur í Gróf skapa kvennasamfélag þar sem þær gera skemmtilega og nærandi hluti saman einnig utan Grófar. Allt sem við gerum saman miðar að því að auka vellíðan í eigin skinni og skapa góð félagsleg tengsl sín á milli. Hópurinn getur ákveðið að reyna nýja hluti saman, verða sér úti um ákveðna þekkingu, fara út í samfélagið sér til skemmtunar osf. Hópurinn mótar starfsemina saman jafnóðum. Hittumst 1x í viku.

 

Verkfærakistan. Umsjón: Valdís Eyja  

 • Valdís Eyja Pálsdóttir sálfræðingur leiðir vikulegan hóp, klukkutíma langan. Í hópnum verður fjallað um ýmsan fróðleik og aðferðir úr smiðju sálfræðinnar, svo sem hugarfar og jákvætt sjálfstal, tilfinningar og æðruleysi, samskipti og tengsl.

Virknihornið. Umsjón: Ingunn

 • Virkni hornið er hugsað fyrir þá sem vilja efla sig í virkni. Í virkni horninu er fólk hvatt til  að reyna nýja hluti, prófa sig áfram og finna styrkleika sína. Skemmtileg og krefjandi verkefni verða í boði. Fyrirkomulagið verður þannig að ákveðið verður fyrirfram hvaða verkefni eru í boði í hverjum hóptíma. Samvera og vinna í hópnum snýst um að sýna áhuga og ekki vera feiminn að koma með nýjar og skemmtilegar hugmyndir sem hópurinn getur unnið með áfram.

 

Hreyfing í Eflingu. Umsjón: Hannes sjúkraþjálfari

 • Föstudagfjör í ræktinni. Góður þrekhringur með Hannesi sjúkraþjálfara sem er á staðnum og leiðbeinir hverjum og einum með æfingar eftir þörfum.

 

Stakir viðburðir eða verkefni. Hugmyndir sem verða í gangi á næstu vikum:
 

Hlaðvarps og myndvinnsla:

 • Hughristingur – Hlaðvarp Grófarinnar: Umsjón Hlaðvarps er í höndum Júlíusar Blómkvist.

 • Tækniherbergi Grófarinnar: Útbúa þarf tækniherbergi og setja saman búnað samanstendur af tölvu, forriti til mynd og hljóðvinnslu, upptökugræjum fyrir mynd og hljóð og þrífót. Gefur möguleika á ýmsum verkefnum  t.d. kynningarefni fyrir Grófina, fræðsluefni, tónlistarvinnslu og þáttagerð. Hópurinn kemur með tillögur að efni, undirbúning þess og vinnslu.

 

Lausa skrúfan: 

 • Hugmynd verkefnis og umsjón er í höndum Sigurðar Gísla.

Lausa skrúfan er verkefni sem er í senn fjáröflun fyrir Grófina en líka vitundarverkefni sem er ætlað að beina sjónum að mikilvægi geðræktar alla ævi. Þeir sem vilja hoppa á vanginn í að vinna að þessu flotta verkefni hafið samband við Sigurð Gísla.

Bíóklúbbur. Umsjón: Rósa.

 

Bíókvöld: Einu sinni í mánuði er sýnd mynd í stóra salnum á tjaldinu. Val verður um 3 myndir. Fólk skráir sig, velur mynd. Popp, gos og kósý.

 

Gönguhópur – Óvíst hvort verður

 • Stuttar gönguferðir í góðum félagsskap

 

Jólaskreytingar og undirbúningur aðventu 2020: Gerum Grófina jólalega, bökum og höfum jólalegt

 

Jólasöngstund(ir) undir stjórn gítarista (ekki staðfest)

 • Syngjum saman jólalögin, gæti orðið 3x í des ef Covid lofar.

Grófin Geðrækt 

Hafnarstræti 95, 4 hæð
600, Akureyri 

Sími: 462-3400

Email: grofin@outlook.com

© 2020 Grófin, unnið með Wix vefsíðugerð