Skýring dagskrárliða
-
Umræður, innlegg og verkefni tengd geðrækt, lífsgæðum, bataferli og batavinnu.
Viðfangsefni fundanna er tengt batamódeli Daniel Fisher og L. Ahern (www.power2u.org) um batavinnu og bataferli.
Lögð er áhersla á umræður sem og gagnvirk verkefni til geðræktar.
-
Sjálfsrækt eru hugsuð sem tækifæri til að ígrunda eigið líf og afrek, og svara spurningum sem tengjast m.a. tilfinningum og gildum okkar. Fókusinn er settur á að valdefla einstaklinginn á hans eigin forsendum. Lögð verður áhersla á hvað þátttakendur hafa þegar áorkað, hvert viðkomandi stefnir, góðar venjur og þakklæti.
-
Þátttaka á kjarnafundum er ætluð virkum þátttakendum í Grófarstarfinu og hafa skráð sig á þar til gert þátttökublað Grófarinnar. Fundirnir eru hjartað í okkar starfi. Á fundum eru teknar ákvaðanir um starfssemina, en þeir byggja á málum sem þátttakendur setja á dagskrá. Allir hafa atkvæðarétt til að taka afstöðu til mála.
-
Vettvangur þar sem fólk getur tjáð sig um það sem því liggur á hjarta og deilt reynslu sín á milli. Virðing og trúnaður eru skilyrði.
-
Í jafningjaspjalli koma þátttakendur saman og velja umræðuefni tengd andlegri líðan og bataferlinu og fá stuðning á jafningjagrundvelli.
-
Immigrants mutually share their experience seeking solutions and form a micro community of peers. Languages we may be able to support in include icelandic, english, swedish, polish, german and danish.
-
Þátttakendur ræða um og setja sér eitt lítið markmið til að sinna yfir helgina. Markmiðið er að æfa sig í markmiðasetningu, bæta örlítilli virkni inn í helgina og smám saman víkka þægindarammann.
-
Jafningjaspjall fyrir þau sem upplifa einkenni post-COVID og ME sjúkdómsins. Hópurinn er haldinn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.
-
Tilgangurinn er að skapa kvennasamfélag þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast og æfa sig í að ræða ýmis málefni, í öruggu, skipulögðu umhverfi. Lögð er áhersla á að hópurinn taki vel utan um nýliða og í upphafi fundar er farið vel yfir fyrirkomulag fundarins.
-
Spjallhópur um áhugaefni og reynsluheim karla. Þjálfun í að tjá sig í hóp.
-
Fundir fyrir fólk 18-30 ára sem byggja á umhyggjuhring og sjálfseflingu. Umhyggjuhringur felst í jafningjastuðningi, virðingu og trúnaði þar sem fólk getur tjáð sig um það sem því liggur á hjarta og sjálfseflingin byggir á ýmsum verkefnum og tækifærum til hlutverka. Reglulega eru svo viðburðir, en skemmtinefnd Unghuga sér um að skipuleggja og auglýsa þá.
-
A self-help group where people can share what‘s on their minds in an atmosphere of understanding and confidentiality. The members of the group are international and therefore the main language used in meetings is English. The meetings are organized via a Facebook messenger group. For more information, contact Richard (https://www.facebook.com/Rikhardur.Bouman).
-
Kaffispjall er vettvangur fyrir fólk sem vill hittast og spjalla um daginn og veginn á kaffistofu Grófarinnar.
-
Fólk er hvatt til að reyna nýja hluti, prófa sig áfram og finna styrkleika sína. Skemmtileg verkefni eru í boði ásamt kennslu í fyrirfram auglýstum verkefnum en einnig er hægt að nýta það efni sem til er eftir því sem þátttakendur vilja. Samvera og vinna í hópnum snýst um að sýna áhuga og að koma með nýjar og skemmtilegar hugmyndir. Auk þess er hægt að spila, en oftast er spiluð Kínaskák. Einnig má koma með sín eigin verkefni.
-
Þátttakendur velja spil sem höfða til hópsins hverju sinni. Alla jafna er um hæfilega einföld borðspil að ræða.
-
Þátttakendur slaka á með því að lita/mála og hlusta saman á ljúfa tóna.
