Lausa skrúfan
Verkefnið Lausa skrúfan er eitt valdeflandi nýsköpunar-verkefna sem unnið er af þátttakendum Grófarinnar Geðræktar. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu og hlúa að henni sem forvörn, að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.
Lausa skrúfan er ekki einungis vitundarvakning, heldur er henni einnig ætlað að vera fjáröflun. Sala á Lausu skrúfunni mun í fyrstu tryggja rekstur Grófarinnar, sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi. Í framhaldi verður lögð áhersla á að mæta brýnni þörf á valdeflandi úrræðum fyrir fólk með geðraskanir á Norðurlandi. Í því gæti falist að veita styrki til verkefna á sviði geðræktar hér Norðanlands.
Kassinn sem verður í sölu. Hann inniheldur skrúfu og tappa, sem og miða þar sem hægt er að nálgast ýmis konar bjargráð til geðræktar.