Viltu vera með?
Nýliðar
Langar þig að efla þig á eigin forsendum?
Langar þig að finna tilgang og tilheyra?
Langar þig að kynnast stuðningsneti engu öðru líku?
Langar þig að vera partur af Grófarsamfélaginu?
Grófin er fyrir öll þau sem vilja efla heilsuna gegnum geðrækt og batavinnu á jafningjagrundvelli, öðlast færni í bata og auka lífsgæði sín. Hér fyrir neðan segjum við þér allt sem þú þarft að vita til að vera með í Grófinni!
Nýliðaferlið í Grófinni er einfalt og aðgengilegt!
Í Grófinni þarf engar tilvísanir, hér eru engir biðlistar og engin félagsgjöld.
Það eina sem þarf að gera er að hafa samband!
Nýliðaferlið
Kynningarspjall/símtal/tölvupóstur: Einstaklingnum er boðið í Grófina, í kaffi eða jafnvel beint í dagskrárlið. Í framhaldi er tekið stutt spjall til að kynnast einstaklingnum. Ef starfið virðist geta hentað - og viljinn er til staðar, er viðkomandi komið af stað í Grófinni. Fengnar eru grunnupplýsingar (nafn, netfang o.þ.h.) og skrifað undir trúnaðaryfirlýsingu. Bent er á næstu Grófarkynningu, sem viðkomandi er boðið að mæta á. Einnig er farið yfir dagskrána og í sameiningu fundnir dagskrárliðir sem gætu hentað vel til að byrja með.
Kynning á Grófarstarfinu: Einstaklingurinn fær greinagóða kynningu á Grófinni, hugmyndafræði, tækifærum, dagskrárliðum og fleira.
Eftirfylgni við fyrstu skref: Starfsfólk Grófarinnar er til staðar til að taka stöðuna með nýliða og ræða næstu skref.
Nýliðaviðtal: Tekið er viðtal, oftast eftir 4-12 vikur. Þar er skráningarblað yfirfarið og viðkomandi fær aðgang að Facebook-hóp Grófarinnar.
Eftirfylgni og viðtöl: Metið og veitt ef þurfa þykir.
Hverjir fá viðtöl og aukið utanumhald?
Virkir þáttakendur sem eru að nýta sér hópastarfið stendur til boða viðtöl og stuðningur vegna erfiðleika eða aðstæðna sem kunna að koma upp í dagsdaglegu lífi, s.s. krísur, áföll, bakslög eða eitthvað annað.
Við erum til staðar fyrir fólk en beinum á sérhæfða aðstoð þegar þarft er eins og t.d. sálfræðinga, geðlækna eða félagsráðgjafa.
Stattu með þér í dag og smelltu hér eða hringdu í síma 462-3400/846-3434 til að bóka spjall og við munum svara eins fljótt og auðið er!
