Góðgerðartónleikar á Græna

Friðrik og Valdís mættu í föstudagsþáttinn á N4 til Maríu Pálsdóttur þar sem þau ræddu meðal annars um afmæli Grófarinnar, Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og góðgerðartónleika sem voru haldnir til styrktar Grófarinnar á Græna hattinum 10. Október 2019. Margir góðir tónlistarmenn tóku þátt, m.a. Magni Ásgeirs, Kaktus hvítlaukur frá Hrísey, Hvanndalsbræður og Rúnar Eff en þau gáfu tíma sinn og vinnu. Einnig stigu á stokk Ívan og Garðar, þátttakendur í Grófinni.

Hér má sjá viðtalið. Takk fyrir okkur!

Previous
Previous

Að lifa með geðsjúkdóm