top of page

Jafningjanálgun

Jafningjanálgun í verki

Að kynnast fólki sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og maður sjálfur skiptir sköpum í að ná bata gagnvart þeim erfiðleikum sem maður þarf að takast á við. Frá upphafi hefur rauði þráðurinn í starfi Grófarinnar verið jafningjanálgun og bati á jafningjagrundvelli. Í þessu felst að notendur fá tækifæri til að leiða hópa og leggja sitt af mörkum til að halda starfseminni gangandi, en einnig er lagt upp úr því að læra hvort af öðru og miðla reynslu. Jafningjanálgun er byggð á gagnkvæmri virðingu og samfélagi, og nýtist hún einstaklingum með geðrænar áskoranir vel. Hér vinna fagmenn sem og notendur saman, og er reynsla þeirra metin jafnt. 
 

Support Group
En af hverju jafningjanálgun?

Jafningja- og stuðningshópar koma gjarnan jafnt út í mælingum á miðað við fagþjónustu þegar kemur að endurinnlögn á geðdeildir sem og bakslögum, en fyrrnefndir hópar koma betur út í mælingum varðandi bataferlið í heild sinni (Bellamy, Schmutte og Davidson, 2017). Hópar á jafningjagrundvelli eiga það jafnvel til að stuðla að betri sjálfsbærni, valdeflingu og virkni (Farkas og Boevink, 2018). Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að stuðningshópar sem fram fara á jafningjagrundvelli hafa möguleikann á því að annast einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma og veitt þeim bætt lífsgæði og meiri von (Fuhr, Salisbury og De Silva o.fl, 2014). Dr. Daniel Susman (2015) bendir á marga kosti stuðningshópa, meðal annars það að læra að tjá tilfinningar sínar betur, bætta félagsfærni, minni vanlíðan, betri sjálfsvitund og að átta sig á því að einstaklingurinn er ekki einn og þarf ekki að ganga einn í gegnum bataferlið. Ameríska sálfræðifélagið (e. The American Psychiatric Association, APA) segir jafningjastuðning vera ómissandi þátt í bata-miðaðri geðþjónustu og hefur gefið út formlega yfirlýsingu þess efnis að félagið styðji úrræði á jafningjagrundvelli heilshugar (The American Psychiatric Association, 2018). Niðurstöður úr rannsóknum hafa bent til þess að í sumum tilfellum geti jafningjastuðningur jafngilt fagmönnum (Fuhr, Salisbury og De Silva o.fl, 2014) en einn þáttur sem hann hefur framyfir fagþjónustu er aðlögunarhæfnin, þar sem hópurinn þróast í takt við meðlimi hans (US Department of Health and Human Services, 2009). 

Intentional Peer Support

Í nóvember 2023 fóru sex meðlimir Grófarinnar, bæði starfsfólk og þátttakendur, á námskeið í IPS. IPS gengur út á róttæka jafningjanálgun sem leggur áherslu á sambandið á milli þeirra sem eiga samskipti. Upphaflega var IPS stofnað af Shery Meade sem hafði áralanga reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og gerðist félagsráðgjafi seinna meir. Fjögur verkefni IPS eru: 

Connection/tenging

   Krefst einlægni og byggir upp traust

Worldview/heimssýn

   Hvernig sérð þú heiminn? Hvernig sé ég heiminn?

Mutuality/gagnkvæmni

   Segja hvað ég finn, sé og þarf

Moving towards/að fara fram á við

  Við vitum hvað virkar ekki, en hvað getum við prufað?

Hægt er að less meira um IPS hér.

Þau sem fóru á námskeiðið voru Hulda Berglind, Elín Ósk, Sonja Rún, Birgitta (starfsmaður göngudeildar geðdeildar á sjúkrahúsinu á Akureyri), Emma Agneta, Dröfn og Friðrik. Þau sem bjóða upp á jafningjasamtöl í Grófinni eru Friðrik, Hulda og Sonja (sjá hér). IPS námskeið eru haldin af Traustum Kjarna.

405420904_721536506169790_8860882989741312787_n (1).jpg

Efri röð: Hulda Berglind, Sonja Rún, Emma Agneta, Dröfn, Friðrik.

Neðri röð: Nína Eck (þjálfari frá Traustum Kjarna), Elín Ósk og Brigitta.

Heimildir

Bellamy, C., Schmutte, T., Davidson, L., 2017. An update on the growing evidence base for peer support. Mental Health and Social       Inclusion 21(3):161-167. 

Farkas M., Boevink W., 2018. Peer delivered services in mental health care in 2018: infancy or adolescence? World Psychiatry 17(2):222-224. 

Fuhr, D.C., Salisbury, T.T., De Silva M. o.fl., 2014. Effectiveness of peer-delivered interventions for severe mental illness and depression on clinical   and psychosocial outcomes: a systematic review and meta-analysis. Soc Psychiatry Epidemiol 49:1 691-1702. DOI: 10.1007/s00127-014-0857-5. 

Susman, D. (2015). 9 benefits of support groups. Sótt af http://davidsusman.com/2015/04/23/9-benefits-of-support-groups/ 

The American Psychiatric Association, 2018. Position Statement on Peer Support   Services. Sótt af https://www.psychiatry.org/File%20Library/About-APA/Organization-Documents-Policies/Policies/Position-2018-Peer-Support-Services.pdf

US Department of Health and Human Services, 2009. What Are Peer Recovery Support Services? 

https://store.samhsa.gov/system/files/sma09-4454.pdf

bottom of page