top of page
Tea Plantation

Nýliðar

 • Langar þig að efla þig á eigin forsendum?

 • Langar þig að finna tilgang og tilheyra?

 • Langar þig að kynnast stuðningsneti engu öðru líku?

 • Langar þig að vera partur af Grófarsamfélaginu?

Hvar erum við.JPG

Grófin er fyrir öll þau sem vilja efla heilsuna gegnum geðrækt og batavinnu á jafningjagrundvelli, öðlast færni í bata og auka lífsgæði sín. Hér fyrir neðan segjum við þér allt sem þú þarft að vita til að vera með í Grófinni!

Nýliðaferlið í Grófinni er einfalt og aðgengilegt. Í Grófinni þarf engar tilvísanir, hér eru engir biðlistar, engin félagagjöld, ekkert vesen. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband.

Ferlið

 1. Kynningarspjall/símtal/tölvupóstur: Einstaklingnum er boðið í Grófina, í kaffi eða jafnvel beint í dagskrárlið. Í framhaldi er tekið stutt spjall til að kynnast einstaklingnum og koma viðkomandi af stað í Grófinni, ef starfið getur hentað einstaklingnum og ef viljinn er til staðar. Bent er á næstu Grófarkynningu og viðkomandi beðinn um að mæta á hana. Einnig er farið yfir dagskrána og í sameiningu fundnir dagskrárliðir sem gætu hentað vel til að byrja með.

 2. Kynning á Grófarstarfinu: Einstaklingurinn fær greinagóða kynningu á Grófinni, hugmyndafræði, tækifærum, dagskrárliðum og fleira.

 3. Eftirfylgni við fyrstu skref: Við tökum vel á móti nýju fólki og tökum stöðuna á þeim, sérstaklega á þessu prufutímabili. Við nýtum sérstaklega hópana Opið spjall, Jafningjaspjall, Gyðjur og Skúr til að halda utan um nýliða.

 4. Nýliðaviðtal: Tekið er formlegt nýliðaviðtal eftir u.þ.b. 4-8 vikur. Þar er skrifað undir skráningarblað og viðkomandi fær aðgang að Facebook-hóp Grófarinnar.

 5. Eftirfylgni og viðtöl: Metið og veitt ef þurfa þykir.

 

Hverjir fá viðtöl og aukið utanumhald?

 • Virkir þátttakendur sem eru að nýta sér hópastarfið í bataferli

  • Þegar brýn þörf er á vegna:

   • Krísu

   • Áfalla

   • Bakslaga

   • Staðan tekin: næstu skref

  • Við erum til staðar fyrir fólk en beinum fólki á sérhæfða aðstoð þegar þarft er (sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, annað...)

Stattu með þér í dag og smelltu hér eða hringdu í síma 462-3400/8463434 til að bóka spjall og við munum svara eins fljótt og auðið er!

bottom of page