top of page
Tea Plantation

Nýliðar

  • Langar þig að efla þig á eigin forsendum?

  • Langar þig að finna tilgang og tilheyra?

  • Langar þig að kynnast stuðningsneti engu öðru líku?

  • Langar þig að vera partur af Grófarsamfélaginu?

Hvar erum við.JPG

Grófin er fyrir öll þau sem vilja efla geðheilsuna sína og sjálfstraust í hópi jafningja, öðlast færni í bata og auka lífsgæði sín. Hér fyrir neðan segjum við þér allt sem þú þarft að vita til að vera með í Grófinni!

Nýliðaferlið í Grófinni er einfalt og aðgengilegt. Í Grófinni þarf engar tilvísanir, hér eru engir biðlistar, engin félagagjöld, ekkert vesen. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband.

Ferlið

Við byrjum á því að bóka forviðtal þar sem þú færð að hitta einn af ráðgjöfunum okkar. Tilgangur viðtalana er að kynna fyrir þér hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Grófinni og að við fáum að kynnast þér. Einnig bjóðum við upp á nýliðafræðslur þar sem farið er yfir helstu atriði starfsseminnar, hugmyndafræðina og tækifærin sem bjóðast einstaklingum í Grófinni. Við finnum út úr því saman hvernig þú getur nýtt þér Grófina til sjálfseflingar, en það er meðal annars hægt með því að taka þátt í hópastarfinu, nýta það gríðarlega magn fræðsluefnis sem við höfum á reiðum höndum, og að taka að sér hlutverk og verkefni innan Grófarinnar til að efla sjálfstraustið þitt og samfélagið okkar allra í leiðinni!

      Engin skuldbinding felst í viðtalinu, en þér er frjálst að prófa þig áfram á þínum forsendum. Ef þér finnst þú ekki eiga erindi í Grófina reynum við að leiðbeina þér í úrræði sem gætu hentað þér betur. Þú getur einnig skoðað lista yfir önnur úrræði á norðurlandi hér.
      Viljir þú verða fullgildur meðlimur í Grófinni biðjum við þig um að fylla út blað með grunnupplýsingum (nafn, sími, netfang) og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þú munir fylgja grunnreglum samtakana um trúnað og virðingu. Þá færð þú jafnframt aðgang að lokuðum Facebook-hóp Grófarinnar þar sem allar upplýsingar um daglega starfssemi eru.

Meðlimum Grófarinnar býðst að taka þátt í öllum dagskrárliðum án skuldbindingar og einnig að nota aðstöðuna eftir þörfum. Við höfum pakkað Virknihorn til ýmissar listsköpunnar, tónlistarhorn, hvíldarherbergi, ágætis aðstöðu fyrir nemendur til að sinna náminu sínu og ótæmandi byrgðir af kaffi. Það kostar ekkert að koma í viðtal né að taka þátt í starfi Grófarinnar.

 

Stattu með þér í dag og smelltu hér eða hringdu í síma 462-3400/8463434 til að bóka viðtal og við munum svara eins fljótt og auðið er!

bottom of page