top of page

1.gr.

Félagið heitir Grófin Geðrækt.

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er að Hafnarstræti 95, 600 Akureyri

3. gr.

Tilgangur félagsins er að vinna að bættri geðheilsu félagsmanna og aðstandenda þeirra. Enn fremur að stuðla að bættri geðheilsu í samfélaginu sem heild.  Til grundvallar skal leggja hugmyndafræði jafningjanálgunnar, valdeflingar og batamódelið.

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með rekstri Grófarinnar Geðræktar, sem vettvangs fyrir fræðslu og hópastarf fyrir notendur, aðstandendur, fagfólk og áhugafólk um bætta geðheilsu. Starfsemi Grófarinnar miðar einnig að því vinna að forvörnum og minnka fordóma.  Enn fremur að skapa vettvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðrækt á jafningjagrunni, hvort sem þeir kallast notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagfólk, aðstandendur eða áhugafólk.

5. gr.

Félagsaðild.  Allir sem vilja vinna að markmiðum félagsins geta gengið í það.

 

6. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Á aðalfundi hafa þeir félagsmenn atkvæðisrétt sem gengið hafa í félagið fyrir lok síðasta almanaksárs.

 

7. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en í mars ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

  2. Skýrsla stjórnar lögð fram

  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar

  4. Lagabreytingar

  5. Ákvörðun félagsgjalds

  6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.

  7. Önnur mál

 

 

8.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 aðalmönnum og 4 varamönnum sem allir eru skipaðir eða kosnir til eins árs í senn, á aðalfundi félagsins. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Undirritun þriggja stjórnarmanna skuldbindur félagið.  

 

9.gr.

Félagið skal fjármagna sig með fjárframlögum og styrkjum sem sótt eru til opinberra aðila, fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og einstaklinga í nafni Grófarinnar Geðræktar.

 

10. gr.

Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið til að efla starfsemi Grófarinnar Geðræktar og til hagsbóta fyrir notendur.

11. gr.

Til þess að ekki rísi ágreiningur eða deilur um eignarhald á t.d. merkjum, myndum eða öðrum hugverkum sem Grófin notar í starfsemi sinni skulu Grófarfélagar leitast við að tryggja eignar- og afnotarétt Grófarinnar á slíkum verkum.

12. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með auknum meirihluta (2/3) atkvæða og renna eignir þess til Geðverndarfélags Akureyrar.

 

Lög þessi voru upphaflega samþykkt á stofnfundi félagsins 21. janúar 2016

 

Lögin voru síðast uppfærð og samþykkt á aðalfundi 11. apríl 2024

bottom of page