
Hópastarf
Fjölbreytt hópastarf er í Grófinni, og erum við alltaf að leita að góðum hugmyndum. Kjarnahóparnir okkar eru fjórir; Geðrækt I og II sem byggja á efni sem tengt er hugmyndafræði bata og valdeflingar, umhyggjuhópur og kjarnafundur Grófarinnar. Þetta eru hóparnir sem eru alltaf á dagskrá hjá okkur og þurfa þeir að uppfylla ákveðna staðla. Fyrst og fremst ber að nefna að þessir fundir eru opnir öllum notendum og fundarstjórum ber að lesa upp inngang fyrir hvernig fund þar sem hann ítrekar mikilvægi virðingar og trúnaðar við hópinn. Einnig kynnir fundarstjóri innlegg fundarins og fer yfir reglur hópsins. Eftir að innleggið hefur verið kynnt, er farinn hringur þar sem hver og einn notandi fær að tjá sig og að honum loknum er orðið laust og hægt er að skapa frekari umræður um efnið. Stundum eru einnig sjálfsvinnuverkefni í boði.
Þó þessir kjarnafundir fjalli um ólík málefni eiga þeir það allir sameiginlegt að þjálfa fólk í að tjá sig og veita fólki frelsi til þess að tjá sig. Hægt er að lesa frekar um jafningjanálgun á síðunni. Sjá má dagskrá til að komast að því hvenær fundirnir eru.