top of page
Úrræði

Hvert get ég leitað?

745b59ac71399215c229f4a2c7554ef04f60ee20.png

1717

1717 er gjaldfrjálst símanúmer Rauða krossins fyrir fólk á öllum aldrei sem þarf á stuðningi að halda. Boðið er upp á þjánustu við þá sem eiga við andlega örðugleika að stríða eða eru í sjálfsvígshugleiðingum. Einnig er boðið upp á netspjall.

phoneicon.png

1717

1717.is

aa.jpg

AA-samtökin

Samtökin veita hjálp við áfengis- og vímuefnafíkn og bjóða upp á fundi um allt land.

Neyðarsími AA-samtakanna á Akureyri: 849-4012

phoneicon.png

551-2010

aa.is

aflid.png

Aflið

Aflið býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir þolendur kynferðisofbeldis og/eða heimilisofbeldis og aðstandendur þeirra sem óska eftir ráðgjöf. Vinnan hjá Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi.

phoneicon.png

561-5959

aflidak.is

áttavitinn.png

Áttavitinn

Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemue hinum ýmsu sviðum lífsins. Öflugt ráðgjafateymi sérfræðinga svarar spurningum um það sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

attavitinn.is

Bjarmahlíð.png

Bjarmahlíð

Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það markmið að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. 

phoneicon.png

551-2520

bjarmahlid.is

Bergið Headspace

bergið.png

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.

phoneicon.png

571-5580

bergid.is

farskolinn.png

Farskólinn - Skagafjörður

Farskólinn starfar í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Í farskólanum er hægt að sækja ýmis konar námskeið bæði starfstengd og til að auðga tómstundirnar. Farskólinn er með samning við Fjölmennt, fullorðinsfræðslu fatlaðra, um að bjóða upp á námskeið með ýmis konar fötlun.

phoneicon.png

455-6010

farskolinn.is

félagsþjónustan

Félagsþjónustan - Akureyri

Velferðarsvið veitir alla almenna félagsþjónustu auk sérhæfðrar þjónustu fyrir einstaklinga og börn með fötlun og fjölskyldur þeirra. Á velferðarsviði er tekið á móti umsóknum um félagslegt leiguhúsnæði.

phoneicon.png

460-1400

akureyri.is

Fjölsmiðjan

Fjölsmiðjan á Akureyri

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem er á krossgötum í lífinu. Í Fjölsmiðjunni er boðið upp á vinnu á nokkrum verkstæðum þangað til ungmennin fara aftur í vinnu eða skóla

phoneicon.png

414-9380

erlingur@fjölsmidjan.is

fjolsmidjan.com

Fjölmennt.png

Fjölmennt á Akureyri

Fjölmennt er fullorðinsfræðsla fatlaðra. Fjölmennt á Akureyri starfar undir hatti símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir fatlaða og þar á meðal geðfatlaða.

phoneicon.png

460-5720

simey.is

Frú Ragnheiður - Akureyri

2023-06-22 11_21_02-(3) Facebook.png

Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi verkefni á vegum Rauða krossins, sem starfrækt er á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að ná til jaðarsettra einstaklinga sem nota vímuefni í æð og bjóða þeim nálaskiptaþjónustu, grunn heilbrigðisþjónustu, fræðslu á jafningjagrundvelli, fatnað, næringu og sálrænan stuðning.

phoneicon.png

800-1150

SÁÁ

Göngudeild SÁÁ

Göngudeils SÁÁ á Akureyri sinnir ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis- og vímuefnasjúka á öllu Norðurlandi. Aðstandendur og fjölskyldur fólks með fíknivanda geta einnig sótt margvíslega aðstoð og þjónustu á göngudeildina, sem og fólk með spilavanda.

phoneicon.png

462-7611/824-7609

saa.is

HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

HSN býður upp á sálfélagslega þjónustu sem hægt er að óska eftir við heimilislækni. Heilsugæslan á Akureyri sinnir vaktþjónustu frá 14:00-18:00 alla virka daga og frá 10:00-14:00 um helgar.  Hægt er að sjá opnunartíma og vaktþjónustu hjá öllum heilsugæslum HSN á vefsíðu þeirra.

phoneicon.png

432-4600

Vakt: 1700

hsn.is

Laut

Laut

Laut er athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem rekið er af Akureyrarbæ. Markmið starfseminnar er að draga úr félagslegri einangrun, skapa aðstæður sem byggja á gagnkvæmri virðingu og trausti. Starfsemi Lautarinnar miðast að því að auka sjálfstæði og auka samfélagsþátttöku fólks með geðraskanir. 

phoneicon.png

462-6632

akureyri.is

Kvennaathvarf.png

Kvennaathvarf - Akureyri

Konur sem búa við ofbeldi eða hafa búið við ofbeldi geta komið og fengið ráðgjöf, stuðning og upplýsingar, eða fengið dvalarstað ásamt börnum sínum þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis.

phoneicon.png

561-1206

kvennaathvarf.is

Laut

Laut

Laut er athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem rekið er af Akureyrarbæ. Markmið starfseminnar er að draga úr félagslegri einangrun, skapa aðstæður sem byggja á gagnkvæmri virðingu og trausti. Starfsemi Lautarinnar miðast að því að auka sjálfstæði og auka samfélagsþátttöku fólks með geðraskanir. 

phoneicon.png

462-6632

akureyri.is

SAL

Leitarvél Sálfræðingafélags Íslands

Vefsíða þar sem hægt er að leita að sálfræðingum eftir þörfum. Leitarvél sálfræðingafélagsins sýnig einnig upplýsingar um þjónustu sálfræðina.

sal.is

miðjan norðurþing.png

Miðjan - Húsavík

Miðjan er hæfing, dagþjónusta og geðræktarmiðstöð sem hefur það að markmiði að efla þroska og sjálfstæði einstaklinga og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð.

phoneicon.png

464-1664

nordurthing.is

Okkar-heimur-breitt.png

Okkar Heimur

Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. Markmið Okkar Heims er meðal annars að stuðla að fræðslu, stuðning og vitundavakningu.

phoneicon.png

556-6900

okkarheimur.is

bottom of page