top of page
Flying Lanterns

Verkefni í vinnslu

Hér er listi yfir verkefni sem við erum að vinna í að setja á fót. Hafi fólk áhuga er því velkomið að hafa samband og vera með eða vera með umsjón þeirra hópa sem ekki hafa umsjónarmanneskju, eins ef fólk hefur hugmynd að hóp.

Hlaðvarp og tækniherbergi

Óskað eftir aðstoð

Hughristingur – Hlaðvarp Grófarinnar: Umsjón Hlaðvarps er í höndum Júlíusar Blómkvist.

 

Tækniherbergi Grófarinnar: Útbúa þarf tækniherbergi og setja saman búnað samanstendur af tölvu, forriti til mynd og hljóðvinnslu, upptökugræjum fyrir mynd og hljóð og þrífót. Gefur möguleika á ýmsum verkefnum  t.d. kynningarefni fyrir Grófina, fræðsluefni, tónlistarvinnslu og þáttagerð. Hópurinn kemur með tillögur að efni, undirbúning þess og vinnslu.

Lausa skrúfan

Í vinnslu

Hugmynd verkefnis og umsjón er í höndum Sigurðar Gísla.

Lausa skrúfan er verkefni sem er í senn fjáröflun fyrir Grófina en líka vitundarverkefni sem er ætlað að beina sjónum að mikilvægi geðræktar alla ævi. Þeir sem vilja hoppa á vanginn í að vinna að þessu flotta verkefni hafið samband við Sigurð Gísla.

Bíóklúbbur

Óskað eftir aðstoð

Rósa fer með umsjón þessa verkefnis. 

Einu sinni í mánuði er sýnd mynd í stóra salnum á tjaldinu. Val verður um 3 myndir. Fólk skráir sig, velur mynd. Popp, gos og kósý. Fer á dagskrá þegar aðstæður leyfa

Gönguhópur

Óskað eftir umsjón

Stuttar gönguferðir í góðum félagsskap. Hristum af okkur slenið og frískum okkur upp.

Ert þú með hugmynd að hóp eða viðburði? 

Hafðu samband!

bottom of page